Þema- og verkefnamiðað nám

Verkefnamiðað nám (e. project based learning) er nemendamiðað skipulag kennsluaðferða sem byggir á því að nemendur eigi við fjölbreytt viðfangsefni með það að leiðarljósi að leysa úr þeim og leita sér dýpri þekkingar og skilnings á þeim. Miðað er við að nemendur fái svigrúm og tíma til að leysa margs konar verkefni sem krefjast færni meðal annars í þrautarlausn (e. problem solving), ákvörðunartöku (e. decision making) eða rannsóknarvinnu (e. research) með það fyrir augum að útkoma verkefna verð einhvers konar afurð.

Verkefnamiðað nám tengist þemanámi sterkt (e. thematic teaching). Þemanám er kennsluaðferð þar sem kafað er í umfangsmikil verkefni yfir ákveðið tímabil og viðfangsefnið ákveðið þema sem nær yfir fleiri en eina námsgrein. Bæði þemanám og verkefnamiðað nám vinna í átt að ákveðinni heildarhugmynd. Helsti munurinn á aðferðunum að verkefnamiðað nám leggur meiri áherslu á að svara raunverulegri spurningu getur leitt af sér nýja þekkingu á meðan þemanám lætur viðfangsefnið sjálft leiða nemendur að hvaða þekkingu þeir afla. Aðferðirnar henta vel þegar þeim er fléttað saman þannig að verkefni eru sniðin að ákveðnu þema sem tekið er fyrir yfir ákveðinn tíma.

Áhugavert efni um verkefnamiðað nám:

Buck Institute for Education (http://www.bie.org).

Heimildir

Ingvar Sigurgeirsson (2013). Litróf kennsluaðferðanna. Handbók fyrir kennara og kennaraefni. Reykjavík. IÐNÚ.

Krauss, J. og Boss, S. (2013). Thinking through project-based learning: Guiding deeper inquiry. Corwin Press.

Thomas, J.W. (2000). A review of research on project-based learning. San Rafael, CA: Autodesk.