Hönnunarhugsun – Design Thinking

Þegar nemandinn er í hlutverki hönnuðar þá er skipulögð nálgun á hönnunarferlið ekki síður mikilvægt en vísindalega nálgunin er þegar hann er í hlutverki vísindamanns. Við notumst við ferli sem algengt er í heimi hönnunar og gjarnan er kennt við hönnunarhugsun eða Design Thinking. Þar er mikil áhersla á að kynnast persónu og þörfum tilvonandi notanda hlutarins sem stendur til að hanna og hanna svo hlut til að mæta þeim þörfum.

Hönnunarhugsun (Design thinking)

Þar á eftir eru hugmyndir mótaðar og frumgerðir búnar til og prófaðar. Oftar enn ekki fer hönnunarvinnan svo í hringi, frá hugmyndaborðinu yfir í frumgerð og prófanir og svo aftur að hugmyndaborðinu og koll af kolli þar til hluturinn kemst í endanlega útgáfu.

Hönnunarferlið.

Í vinnunni notum við svo ýmsar aðferðir við að kalla fram hugmyndir og vinna þær áfram svo sem þankaregn, að nota Post-It miða á fjölbreyttan hátt, Crazy 8´s o.fl. styttri aðgerðir sem hægt er að nota til að hrista upp í hlutunum og heilunum.