Gagnasmiðja – Makerspace

Í smiðju hugmyndafræðinni reynum að bjóða upp á verklega og skapandi nálgun á fræðilega efnið eins og kostur er. Þessvegna höfum við þörf fyrir fjölbreyttar stafræna og hliðrænar vinnuaðstæður sem hægt er að nota til að búa til og hanna fjölbreytta hluti, gera tilraunir og rannsóknir.

RetroPie box

Við höfum opnað fyrir aðgengi að aðstæðum fyrir grófari vinnu þar sem þarf að smíða, lóða, mála og að skíta út hendur.  Við  höfum svo reynt að útvíkka hugmyndina með því að koma upp gagnasvæðum í þeim almennu kennslustofum sem við höfum til umráða til að hafa við höndina málningu, pensla, tússliti, pappír o.fl.

Kveikt á perunni

Hátalari úr plastglasi, seglum og koparvír.

Auk þessa erum við með hljóðver sem við getum nýtt í vandaðar hljóðupptökur og náttúrufræðistofu þar sem aðstæður og efni eru til að framkvæma vísindatilraunir o.fl þegar okkur hentar. Það er gríðarlega mikilvægt að hafa fjölbreyttar aðstæður og aðgengi að þeim þegar þörf er á þegar verkefnið sem við stöndum frammi fyrir býður upp á það.