Vinnulag og verkferlar

Vinnan í Smiðju á að vera fjölbreytt og tengja sama hug og hönd. Við leggjum áherslu á að nota viðurkennda verkferla þegar það á við t.d. þegar við nálgumst hluti á vísindalegan máta eða sem hönnuðir. Við leggjum áherslu á að máln0tkun sé eins og best verður á kosið hvort heldur sem er í ræðu eða riti án undantekninga og venja 0kkur á að nýta þær bjargir sem eru í boði til að svo meigi verða. Sama má segja um verkferla sem tengjast heimildum og skráningu þeirra, myndræna framsetningu o.fl.

Við leyfum okkur líka að prófa ýmsa hluti og leyfum verkefnum og útfærslum þeirra að tengjast möguleikum sem ýmis tæki og tól, öpp og kerfi svo eitthvað sé nefnt gefa okkur í vinnunni.

Það er eitt af stóru markmiðum teymisins í Smiðju vera vakandi fyrir því hvernig tæknin sem við notum er að þróast, hvaða möguleikar eru í nýjustu uppfærslum forrita og appa og hvort einhver ný verfæri með nýja möguleika hafa litið dagsins ljós.