TPACK

TPACK (Technological Pedagogic Content Knowledge) er líkan sem á lýsa því hvað kennarar þurfa að gera til að ná valdi á og flétta saman tækni, kennslufræði, námsefni og eigin vitneskju. Með líkaninu er reynt að útskýra þá fjölbreyttu vitneskju sem kennari þarf að hafa með því að skipta henni í þrjá hluta; þekkingu á námsefni (e. content), þekkingu á kennslufræðum (e. pedagogy) og þekkingu á tækni (e. technology).

Vekur TPACK-líkanið enn fremur upp hugmyndir um teymiskennslu og samþættingu námsgreina þar sem mætti nýta mismunandi styrkleika kennara í hinu flókna og margslungna starfi sem kennsla felur í sér. Líkanið varpar því góðu ljósi á vinnulag smiðjunnar en þar er lögð áhersla á fjölbreytt vinnubrögð og beitingu stafrænnar miðlunar þar sem hún á við.

TPACK líkanið – fengið af http://www.tpack.org/

Heimildir

Technological Pedagogical Content Knowledge. (e.d.) TPACK. Sótt 13.4.18 af http://www.tpack.org/