Teymiskennsla

Öll vinnan í Smiðju byggist á teymisvinnu. Það þýðir að það er hópur af fólki sem ber ábyrgð á því saman að búa til aðstæður til náms fyrir nemendur. Þessi hópur ber ekki bara ábyrgð á að undirbúningi, úrvinnslu og skipulaggningu heldur ber einnig sameignlega ábyrgð á kennsluþættinum. Það að bera einnig sameiginlega ábyrgð á kennslunni sjálfri er lykilatriði. Það opnar á aðgengi nemenda að fleiri kennurum þegar þeir eru að vinna verkefni. Þetta ýtir undir það að h0rft sé á vinnuna í samhengi og þvert á námssvið frekar en eitthvað einangrað fyrirbæri sem tengist aðeins einum sérfræðikennara.

Styrkleikar kennara eru mismunandi en tengjast líka á milli námssviða á mismunandi hátt sem gefur ákveðna dýpt. Hver hefur heyrt um íslenskukennarann sem hefur brennandi áhuga og yfirgripsmikla þekkingu á útivist og íslenskri náttúru eða náttúrufræðikennarann sem elskar pólítík og bókmenntir.

Teymiskennslan gefur möguleika á að nýta fjölbreytta styrkleika kennara á markvissari hátt. Hún ýtir mjög undir fjölbreytni á öllum sviðum vinnunnar, dregur úr því að fólk einangrist og gefur aukin tækifæri þegar takast þarf á við álagspunkta og áskoranir sem felast í starfinu.

Nokkrir kennnara hafa komið að þróun þeirra kennsluhátta og uppbyggingu teymisvinnunar sem Smiðjan í skapandi skólastarfi verkefnið byggir á.

Hjalti

Hjalti er samfélagsgreina sérfræðingurinn í teyminu. Hann er einnig barnabókahöfundur.

Dögg Lára

Dögg er náttúrugreina kennarinn í hópnum. Hún er líka nokkuð öflug kvikmyndagerðarkona.

Björgvin Ívar

Hann tekur á sig að vera sérfræðingurinn í upplýsingatækninni en hann kenndi einu sinni íslensku. Hann er “sá gamli” í teyminu.

Sandra Ýr


Hún er íslenskukennarinn í hópnum og sérfræðingurinn okkar í Mentor. Hún bjargar fólki.

Oddur Ingi

 

 

 

Kennaraneminn okkar. Hann vinnur að lokaverkefni sínu tengdu smiðjunni. Hann elskar kaffi.