Í smiðjuvinnunni búum við til lotur sem tengjast einhverju ákveðnu þema í hvert sinn. Fyrir þessar lotur búum við til verkefnahefti. Loturnar og heftin köllum við Sprellifix en við vildum ekki nota orð sem hafði einhverja fyrirfram gefna merkingu í tengslum við skólastarf. Hér á þessari síðu má finna þau sprellifix sem við höfum verið með í gangi í 8. – 10. bekk skólaárið 2018-2019 Undir heiti sprellifixisins má finna nánari upplýsingar um það, efnistök og þá hæfni sem það ætti að þjálfa. Mest af upplýsingunum er að finna í verkefnaheftinu sem þarna er að finna á PDF sniði. Það er mikilvægt að hafa það í huga að verkefnin eru stíluð inn á ákveðnar aðstæður sem er að finna í ákveðnum skóla. Verkefnaheftin ættu geta nýst við margvíslegar aðstæður og í fjölbreyttu námsumhverfi. Við mælum samt með því að þeir kennarar sem ætla að nýta þetta efni aðlagi það að sínu umhverfi og áherslum, klippi efnið til og setji saman á þann hátt sem þeim þykir best.