ISTE

ISTE (International Society for Technology in Education) er samfélag áhugafólks um framþróun menntunar með hjálp upplýsingatækni og hefur sett viðmið í þeim efnum fyrir stjórnendur skóla, kennara og nemendur. Viðmiðin eiga að hjálpa skólafólki að hugsa um samspil náms og upplýsingatækni. Markmiðið með viðmiðum ISTE fyrir nemendur er að finna leiðir fyrir þá til að taka stjórn á eigin námi með því að nota tækni.

Viðmið ISTE fyrir nemendur:

  • Valdefldir (e. empowered learner): Nemendur setja sér persónuleg markmið og velja sér aðferðir til að geta náð þeim. Upplýsingatækni er nýtt til stuðnings og að skapa námsumhverfi sem eflir nám nemandans. Með því að skilja og geta nýtt sér grunnatriði í upplýsingatækni getur nám nemenda farið fram á fjölbreyttan hátt og hvetur nemendur til að sýna hæfni með ólíku móti.
  • Stafræn borgaravitund (e. digital citizenship): Nemandur þekkja þau réttindi sem hann hefur, gerir sér grein fyrir ábyrgð sinni og getur greint tækifærin sem felast í því að tilheyra, læra og starfa í tengdum stafrænum heimi.
  • Þekkingarsmiðir (e. knowledge constructor): Í námi sínu þá geta nemandur farið fjölbreyttar leiðir með nám sitt og  nýtt stafræn tól til að byggja þekkingu, framleiða skapandi hluti og búa til merkingabæra námupplifun fyrir sjálfa sig og aðra.
  • Hönnuður (e. innovative designer): Hönnun og tækni er notuð í námi nemenda til að koma auga á raunveruleg viðfangsefni sem þarfnast lausnar. Unnið er eftir viðurkenndum hönnunarverkferlum til að finna nýstárlegar og hugmyndaríkar lausnir.
  • Tölvuþenkjandi (e. computational thinker): Nemendur geta þróað áætlanir og nýtt sér þær til að skilja og leysa hluti þar sem sem stafræn tækni er í lykilhlutverki t.d. með því að búa til gagnasett, safna upplýsingum og vinna úr þeim, notað stafræn tól til að greina og setja fram upplýsingar á viðeigandi og fjölbreyttan hátt.
  • Skapandi miðlun (creative communication): Tjáning og samskipti skýran og skapandi hátt í fjölbreyttum í námi nemenda með það fyrir augum að það svið að nýta stafræna miðla sem eru viðeigandi til að ná því markmiði sem sett er.
  • Hnattræn samvinna (e. global communicator): Nemendur nota stafræn tæki og tól til að breikka sjóndeildarhring sinn og annara til að auðga nám sitt með því að vinna með öðrum bæði í nær- og fjærumhverfi.

Heimildir:

International Society for Technology in Education. (e.d.). ISTE standard for student.  Sótt 10. nóvember 2018 af http://www.iste.org/standards/for-students