Hæfni á 21. öld

Hugtakið hæfni á 21. öld hefur mikið verið á milli tannanna á fólki undanfarin áratug. Ekki kemur öllum fræðimönnum saman um hvernig eigi að skilgreina hugtakið en algengasta skilgreiningin er: sú hæfni sem nemendur þurfa að öðlast í upplýsingasamfélagi 21. aldarinnar. 

Til að fá skýrari mynd á hugtakið hæfni á 21. öld hefur samvinnuverkefni áhugafólks um skólaþróun, fræðimanna og samtaka úr atvinnulífinu tekið saman skilgreiningar áhugafólks um skólaþróun á þáttum 21. aldar hæfni. Reyna samtökin að mála heildarmynd af þeim þáttum náms sem hæfni á 21. öld snýst um. Samvinnuverkefnið skiptir hæfni og færni á 21. öld í fjóra þætti og er hverjum þætti skipt niður í flokka:

  • Grunnþættir (e. key subjects) – móðurmál, stærðfræði og vísindi.
  • Færni í námi og sköpun (e. learning and innovation skills) – skapandi hugsun (e. think creatively) og gagnrýnin hugsun og lausnaleit (e. critical thinking and problem solving).
  • Félagsfærni (e. communication and collaboration) –  skýr samskipti (e. clear communication) og vinna í samstarfi við aðra (e. collaboration with others) auk færni í miðla og upplýsingalæsi (e. information, media and technological skills).
  • Færni í lífinu og á starfsvettvangi (e. life and career skills) – sveigjanleiki (e. flexibility), frumkvæði (e. initiative) og sjálfssábyrgð (e. self-direction)

Þá ber að nefna að hugtakið hefur talsvert verið gagnrýnt fyrir að setja fram þætti 21. aldar fram sem nýjar hugmyndir. Hefur það ekki alltaf verið mikilvægt fyrir skólann að efla gagnrýna hugsun, lausnaleit, félagsfærni og aðra þætti í gegnum tíðina? Þá samtök eins og Common Core nefnt að of mikið sé einblínt á þátt atvinnulífsins í hugtakinu. kólinn eigi ekki einungis að einblína á atvinnulífið heldur að hafa það að markmiði að undirbúa nemendur fyrir lífið í heild sinni.

Heimildir

Skýrslur

Ananiadou, K., & Claro, M. (2009). 21st century skills and competences for new millennium learners in OECD countries. OECD Education Working Papers, No. 41. OECD Publishing. doi: 10.1787/218525261154

Dede, C. (2010). Comparing frameworks for 21st century skills. 21st century skills: Rethinking how students learn, 20, 51-76.

Bækur

Care, E. (2018). Twenty-First Century Skills: From Theory to Action. Í Mark Wilson (ritstj.), Assessment and Teaching of 21st Century Skills. Sviss: Springer.

Vefsíður

Common Core samtökin: https://greatminds.org

Partnership for 21st century learning: http://www.battelleforkids.org/