Áhugavert

Markmið okkar í Smiðjunni er að tengja nám nemenda enn frekar við þá lykilhæfni sem útlistuð er í aðalnámskrá; tjáning og miðlun, skapandi og gagnrýnin hugsun, sjálfstæði og samvinna, nýting miðla og upplýsinga og ábyrgð og mat á eigin námi (Aðalnámskrá, 2011). Með lykilhæfni aðalnámskráar til hliðsjónar þá útfærðu kennarar þessir hugmyndina að Smiðjunni út frá eftirtöldum kennslufræðilegum hugmyndum sem fjallað verður nánar um í þessari greinagerð: hæfni á 21. öld, TPACK og ISTE.