Námsmatsdagar

Á námsmatsdögum sem áður voru kallaðir prófadagar mæta nemendur til að kynna vinnu sína í Smiðju. Kynningarnar tengjast þeim verkefnum sem nemendur hafa verið að vinna síðustu dagana fyrir daginn sem fer í kynningar. Hver kynning fer fram fyrir framan lítinn hóp nemenda og tvo kennara.

8. bekkur hefur á undanförnum dögum verið að rýna í þjóðsögur og ævintýri sem hefur falið í sér fjölbreytta vinnu og sköpun en áherslan hefur einnig verið mikil á lestur og upplestur. Auk þessa fór 8. bekkur í gegnum bókina Vertu ósýnilegur fyrr í haust þar sem einnig var unnið með viðfangsefnið á fjölbreyttan og skapandi hátt auk þess sem við reyndum að temja okkur að nota viðurkennd bókmennta hugtök í umræðum. Þess vegna byggir kynningin þeirra á smá “bókmenntalegri” rýni tengdri þjóðararfinum og flutingi á uppáhalds þjóðsögu eða ævintýri.

9. bekkur hefur verið í lotu sem við köllum skapandi skrif undanfarið og kynningin snýst kannski svoldið um að þau séu í hlutverki rithöfundar að kynna verk sitt og vinnuferilinn að baki skrifunum auk þess sem þau lesa upp hluta sögunnar. 9. bekkur hefur einnig á þessari önn lesið bókina Vertu ósýnilegur og unnið á sambærilegan hátt með hana og 8. bekkur þannig að við reynum að nýta í umræðum um verkin þeirra þau hugtök sem við viljum temja okkur í umræðum um bókmenntir.

10. bekkur  hefur svo í tæpar tvær vikur verið að vinna að verkefnum sem eru mjög frjáls og fjölbreytt en þau hafa þurft að tengja þau við námskrá og hæfniviðmið þeirra greina sem eru undir í smiðju. Nemendur eru hvattir til að tengja verkefnin áhugamálum en einnig að nýta verkefnin til að bæta og dýpka þekkingu sína eða varfærni á einhverju sviði. Verkefnin eru mjög fjölbreytt frá rannsóknum yfir í hönnun, einföld og flókin, stór og lítil. Kynningin snýst að mestu um að rökstyðja og segja frá afhverju nemandi fór þessar leiðir og hvernig vinnan fór fram.