Smiðjan í skapandi skólastarfi

Smiðjan er heiti þróunarverkefnis sem gengur út á það að breyta kennsluháttum í unglingadeild, samþætta námsgreinar, auka samstarf kennara og nemenda með áherslu á sköpun, lykilhæfni og nýtingu upplýsingatækni.

Þátttakendur

Skólaárið 2017-2018 voru það 9. og 10. bekkur sem tóku þátt í verkefninu og námssviðin sem lögðu til tíma á stundatöflu voru íslenska, samfélags- og náttúrugreinar. Skólaárið 2018-2019 verða það allir árgangar í unglingadeild sem taka þátt. Þessar námsgreinar eru því ekki lengur til í stundatöflu nemenda heldur eru þær allar komnar undir heitið smiðja í töflunni.

Sprellifix

Unnið er í lotum sem taka 2-4 vikur og er vinnan í lotunum byggð á ákveðnu þema. Samfélags- og náttúrugreinar og íslenska skaffa efni fyrir smiðjurnar en einnig er byggt á því að þjálfa færni í fjölbreyttri tjáningu á íslensku í allri vinnunni.

Verkfæri

Upplýsingatækni er hluti af öllu náminu í smiðju og skólinn skaffar öllum nemendum iPad spjaldtölvu sem þeir hafa til einkanota sem verkfæri í náminu. Lögð er áhersla á að gögnum sé deilt á rafrænan hátt.